Sport

Kristinn Björgúlfsson á útleið

Á þriðjudagskvöld skrifaði handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson undir samning við norska liðið Runar til tveggja ára. Upphaflega ætlaði Kristinn að semja við Elverum en hlutirnir voru fljótir að gerast eftir að Runar sýndi honum áhuga. „Þetta er stórt stökk fyrir mig enda er þetta eitt stærsta liðið í Noregi. Það lenti í öðru sæti í bikarnum á tímabilinu og varð í þriðja sæti í útsláttarkeppninni. Aðstæðurnar hjá félaginu eru allar fyrsta flokks og alvöru lyftingaaðstaða sem dæmi. Ég gat ekki annað en tekið tilboðinu enda er Runar stórt lið og tekur til að mynda þátt í Evrópukeppninni,“ sagði Kristinn. Þeir hjá Elverum eru skiljanlega mjög svekktir við að missa af Kristni. „Ég átti bara eftir að skrifa undir hjá Elverum þegar þetta kom upp. Þeir eru því ekkert sérstaklega ánægðir þessa dagana.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×