Innlent

Borgin sýknuð af launakröfum

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Reykjavíkurborg af kröfum heimilisfræðikennara um vangoldin laun upp á tæpar 700 þúsund krónur. Konan vísaði til samþykktar borgarráðs frá því í júní árið 1981 um að greiða bæri heimilisfræðikennurum tvær klukkustundir á viku fyrir matarinnkaup, en þeir höfðu farið fram á sérstaka þóknun fyrir þann vinnuauka. Með nýjum kjarasamningi árið 2001 féllu þær greiðslur niður og lítur dómurinn svo á að þær greiðslur hafi verið felldar inn í samninginn. Þá átaldi dómurinn að krafa konunnar skyldi ekki koma fram fyrr en árið 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×