36 rán að meðaltali á ári 20. júní 2005 00:01 Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira