Engir stofnfjárhlutir SPH seldir 25. júní 2005 00:01 Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð. Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira