Er enski boltinn jaðarsport? 28. júní 2005 00:01 Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun