Einn af tekjustólpum ríkisins? 30. júní 2005 00:01 Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Í brennidepli Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Um 60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku rennur til ríkisins í formi mismunandi gjalda. Þyngst vegur hið svokallaða áfengisgjald sem eru um 53 krónur á hvern lítra. Þetta þýðir að borga þarf tæpar 400 krónur af hverri rauðvínsflösku sem inniheldur 12 prósent af vínanda. Margt slæmt fylgir svo háu áfengisgjaldi fyrir utan auðvitað að þurfa að borga það. Verðlagning á víni verður "röng" vegna þess að þegar fastur kostnaður leggst á vöruna, óháð upprunalegu verði hennar eykst verðið ekki í réttum hlutföllum við gæðin. Áfengisgjaldið verður til þess að lítill verðmunur verður á góðum og vondum vínum að því gefnu að góð vín kosti mikið og slæm vín lítið. Ódýrasta vínið í ÁTVR kostar tæpar eitt þúsund krónur, sem er mikill peningur fyrir venjulegt borðvín. Þessi skattlagning verður til að verð frá heildsala skiptir einnig litlu máli. Ef heildsali lækkar verð sitt um 10 prósent þá lækkar verð léttvínsflöskurnar aðeins um nokkur prósent. Ríkið fékk 14 milljarða í sinn hlut af sölu ÁTVR í fyrra og eykst á hverju ári. Það munur um minna. ÁTVR hefur að undanförnu reynt að stýra neyslu fólks með því að hækka áfengisgjald á sterku víni en hafa óbreytt áfengisgjald á léttum vínum. Rökin fyrir því að lækka gjaldið eru þau að ef léttvín væri ódýrara myndi seljast meira af því og líklega meira renna til ríkisins þrátt fyrir lægri prósentu. En stöldrum við, meiri drykkja þýðir það ekki fleiri alkahólista? Nei ekki endilega. Þeir sem eiga á annað borð við vandamál að stríða hafa hingað til geta nálgast áfengið og gert hvað sem er til að komast yfir áfengi. Ein af ódýrustu leiðunum við að komast yfir léttvín er að brugga það sjálfur en ég hef aldrei heyrt af alkahólistum sem hafa stundað stífar brugganir á léttvíni. Þeir sem vilja mótmæla háu verði á léttvíni geta því heimsótt einhverjar af þeim verslunum sem bjóða upp á eðalþrúgur til heimabruggunar á léttvíni. Hvers vegna er ekki hægt að leggja þetta gjald niður? Gjaldið er eingöngu skattheima á áfengi sem leiðir til þess að verð á léttvíni hér á landi eru úr öllu samhengi við verð í öðrum löndum. Smásöluálagning ríkisins er einnig föst upphæð. 13 prósent ef vínið selt það vel að það nái inn á sölulista ÁTVR. Ef vínið kemst inn á reynslulista fær það 19 prósent smásöluálagningu og enn hærri ef um sérpantanir er að ræða. Þegar fjallað er um léttvín er ekki hægt að sleppa því að hafa skoðun á því hvort léttvínið eigi heima í matvöruverslunum eða ekki. Ef ÁTVR heldur áfram að bjóða upp á góða þjónustu og lengir aðeins opnunartíma verslana sinna er engin þörf á því. Smásala ÁTVR er ekki það sem heldur verðinu uppi heldur áfengisgjaldið. Því þarf að afnema það eða lækka það sem fyrst. Dögg Hjaltalín –dogg@frettabladid.is
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar