Innlent

Tveggja mánaða gæsluvarðhald

Litháarnir sem teknir voru með rúmlega fjögur kíló af hvítu dufti við komu ferjunnar Norrænu í gærmorgun hafa verið úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Tollverðir á Seyðisfirði fundu efnið en grunur leikur á að það sé amfetamín. Efninu hafði verið komið haganlega fyrir í leynihólfi fólksbifreiðar mannanna. Við afgreiðslu ferjunnar í gærmorgun naut embætti sýslumannsins á Seyðisfirði aðstoðar tollstjórans í Reykjavík, ríkislögreglustjórans, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og á Eskifirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×