Baugur í skaðabótamál við ríkið 1. júlí 2005 00:01 Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels