Efast um hæfi saksóknara 1. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs gagnrýnir harðlega tæplega þriggja ára rannsókn lögreglu á meintum brotum tengdum fyrirtæki hans í bréfi sem hann ritaði Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Hann fer fram á að kannað verði hvort Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar embættisins, væri vanhæfur til frekari meðferðar á Baugsmálinu. Jón Ásgeir segir rannsókn lögreglu hafa hafist á "mjög óvæginn hátt" með húsleitar- og handtökukröfu og telur að afla hefði mátt gagna með mildilegri hætti. "Allt var þetta að mínu mati byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og bar bersýnilega keim af hefndaraðgerð, annars vegar af persónulegum ástæðum og hins vegar af óánægju með lok viðskipta við Baug," segir hann og telur að lögregla hafi rasað um ráð fram í upphafi. "Allar síðari aðgerðir miðast augljóslega við að réttlæta upphafleg viðbrögð," bætir hann við og telur varhugavert hvernig blandað er í málinu saman rannsóknar- og ákæruvaldi. "Sami einstaklingur tekur ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og um hvort tilefni sé til ákæru. Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til." Í bréfinu rekur Jón Ásgeir upphaf málsins til kæru Jóns Geralds Sullenbergers á ágústlok 2002. "Grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds er löngu brostinn," segir hann og undrast hvernig rannsóknin hefur dregist meðan ný sakarefni koma fram eftir því sem önnur eru hrakin. Að sama skapi gagnrýnir Jón Ásgeir hvernig fregnir af rannsókn lögreglu á Baugi hafi borist í fjölmiðla. "Svo virðirst sem einhver eða einhverjir innan embættis ríkislögreglustjórans sjái sér hag í því að leka markvisst fréttum af rannsókn málsins," segir hann og tekur dæmi um hvernig fregnir hafi borist af fyrirhuguðum yfirheyrslum, húsleitum og handtökum hafi verið á vitorði fjölmiðla áður en til þeirra hafi komið. "Blaðamenn hrindu í Magnús Guðmundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Luxemborg, og spurðu frétta af húsleitinni áður en lögreglan var komin í húsnæði Kaupthing." Jón H. Snorrason kvaðst ekki myndu tjá sig um gagnrýni Jóns Ásgeirs á rannsókn lögreglu að sinni. Jón Gerald Sullenberger í Kastljósinu: Sakar Jón Ásgeir um brot á trúnaðarsamningi Jón Gerald Sullenberger sagðist í Kastljósi Sjónvarpins í gærkvöldi ætla að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir brot á trúnaðarsamkomulagi sem hann hafi rofið með því að opinbera bréfaskriftir sínar til embættis Ríkislögreglustjóra. "Í þessum bréfum sem hann síðan dreifir um fjölmiðlana er hann náttúrlega að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar samskipti," sagði hann og vísaði til samkomulags fyrir dómi í Bandaríkjunum þegar gengið var frá kröfum hans. "Þá var ákveðið að þetta mál yrði ekki rætt meira." Í sama viðtali ásakaði Jón Gerald Jónatan Þórmundsson lagaprófessor sem hefði fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir álitsgerð sem væri sakborningum í Baugsmálinu í hag, en um hana er fjallað á síðu 10 í blaðinu. "Ég tel mig vita um margt sem vantar í þessa álitsgerð," sagði hann. Þá hafnaði Jón Gerald því alfarið að heift í garð Jóns Ásgeirs eða vonbrigði með viðskiptaslit hafi ráðið gjörðum hans þegar hann lagði fram kæru sína á haustdögum 2002. "Það er alrangt, vegna þess að ég átti kröfur á þá sem þeir voru ekki að uppfylla, bæði viðskiptakröfur og reikninga. Það er mjög eðlilegt þegar þú selur fyrirtækjum vörur að þú viljir fá greitt fyrir þær. Þess vegna fór ég í mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs gagnrýnir harðlega tæplega þriggja ára rannsókn lögreglu á meintum brotum tengdum fyrirtæki hans í bréfi sem hann ritaði Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Hann fer fram á að kannað verði hvort Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar embættisins, væri vanhæfur til frekari meðferðar á Baugsmálinu. Jón Ásgeir segir rannsókn lögreglu hafa hafist á "mjög óvæginn hátt" með húsleitar- og handtökukröfu og telur að afla hefði mátt gagna með mildilegri hætti. "Allt var þetta að mínu mati byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og bar bersýnilega keim af hefndaraðgerð, annars vegar af persónulegum ástæðum og hins vegar af óánægju með lok viðskipta við Baug," segir hann og telur að lögregla hafi rasað um ráð fram í upphafi. "Allar síðari aðgerðir miðast augljóslega við að réttlæta upphafleg viðbrögð," bætir hann við og telur varhugavert hvernig blandað er í málinu saman rannsóknar- og ákæruvaldi. "Sami einstaklingur tekur ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir og um hvort tilefni sé til ákæru. Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til." Í bréfinu rekur Jón Ásgeir upphaf málsins til kæru Jóns Geralds Sullenbergers á ágústlok 2002. "Grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds er löngu brostinn," segir hann og undrast hvernig rannsóknin hefur dregist meðan ný sakarefni koma fram eftir því sem önnur eru hrakin. Að sama skapi gagnrýnir Jón Ásgeir hvernig fregnir af rannsókn lögreglu á Baugi hafi borist í fjölmiðla. "Svo virðirst sem einhver eða einhverjir innan embættis ríkislögreglustjórans sjái sér hag í því að leka markvisst fréttum af rannsókn málsins," segir hann og tekur dæmi um hvernig fregnir hafi borist af fyrirhuguðum yfirheyrslum, húsleitum og handtökum hafi verið á vitorði fjölmiðla áður en til þeirra hafi komið. "Blaðamenn hrindu í Magnús Guðmundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Luxemborg, og spurðu frétta af húsleitinni áður en lögreglan var komin í húsnæði Kaupthing." Jón H. Snorrason kvaðst ekki myndu tjá sig um gagnrýni Jóns Ásgeirs á rannsókn lögreglu að sinni. Jón Gerald Sullenberger í Kastljósinu: Sakar Jón Ásgeir um brot á trúnaðarsamningi Jón Gerald Sullenberger sagðist í Kastljósi Sjónvarpins í gærkvöldi ætla að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir brot á trúnaðarsamkomulagi sem hann hafi rofið með því að opinbera bréfaskriftir sínar til embættis Ríkislögreglustjóra. "Í þessum bréfum sem hann síðan dreifir um fjölmiðlana er hann náttúrlega að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar samskipti," sagði hann og vísaði til samkomulags fyrir dómi í Bandaríkjunum þegar gengið var frá kröfum hans. "Þá var ákveðið að þetta mál yrði ekki rætt meira." Í sama viðtali ásakaði Jón Gerald Jónatan Þórmundsson lagaprófessor sem hefði fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir álitsgerð sem væri sakborningum í Baugsmálinu í hag, en um hana er fjallað á síðu 10 í blaðinu. "Ég tel mig vita um margt sem vantar í þessa álitsgerð," sagði hann. Þá hafnaði Jón Gerald því alfarið að heift í garð Jóns Ásgeirs eða vonbrigði með viðskiptaslit hafi ráðið gjörðum hans þegar hann lagði fram kæru sína á haustdögum 2002. "Það er alrangt, vegna þess að ég átti kröfur á þá sem þeir voru ekki að uppfylla, bæði viðskiptakröfur og reikninga. Það er mjög eðlilegt þegar þú selur fyrirtækjum vörur að þú viljir fá greitt fyrir þær. Þess vegna fór ég í mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira