Viðskipti innlent

Kaupir 10% í norskum banka

Íslandsbanki hefur keypt tæplega tíu prósenta eignarhlut í Bank2 sem er nýstofnaður viðskiptabanki í Noregi. Bank2 mun sérhæfa sig í endurfjármögnun á skuldum einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar Íslands segir að norski bankinn stefni að því að marka sér sterka stöðu þegar komi að því að endurfjármagna og endurskipuleggja fjárhag fyrirtækja og einstaklinga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×