Innlent

Versta vikan í viðskiptum

Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað. Hann segir að aðeins tvær af upphaflegum sakargiftum séu meðal ákæruatriðanna fjörutíu. Afgangur ákæruatriðanna tengist Gaumi, bókhaldsmálum, tollalagabrotum og kerditkortanotkun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Vegna ákæra á hendur Jóni Ásgeiri og fimm öðrum einstaklingum ákvað Baugur fyrir helgina að hætta þátttöku í fyrirtækjahópnum sem átt hefur í viðræðum um tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir að vaxandi undrunar gæti í breskum fjölmiðlum í umfjöllun um málefni Baugs og ákærurnar. Hann segir að viðtal Sunday Times við sig og Jón Ásgeir sé að miklu leyti byggt á því sem þegar hafi komið fram í greinargerðum. Ákæruatriðin fjörutíu verða að líkindum birt strax eftir helgi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×