Innlent

Fékk mánuð fyrir að aka á stúlku

Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að aka niður 15 ára gamla stúlku við Bíldudal um miðjan júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Stúlkan var fótgangandi með 6 ára barn sér við hlið og bílnum ekið hátt yfir löglegum hámarkshraða. Dómurinn, sem var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, er skilorðsbundinn í tvö ár. Þá var ungi maðurinn einnig sviptur ökurétti í hálft ár. Hann var sakfelldur fyrir að valda mannsbana af gáleysi, en honum virt til refsilækkunar að hafa ekki áður sætt refsingum og eins hversu ungur hann er. Skaða- og miskabótakröfu foreldra stúlkunnar upp á þrjár milljónir króna var vísað frá. Dómurinn segir lög kveða á um að skilyrði fyrir bótagreiðslu séu að brot hafi annað hvort verið framið af ásetningi, eða stórfelldu gáleysi, en atvik séu ekki með þeim hætti að um slíkt hafi verið að ræða. Í dómnum kemur fram að skömmu fyrir slysið hafi bílnum verið ekið á 150 kílómetra hraða, en aðeins hefði verið slegið af hraða hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×