Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira