500 milljarða fyrirtækjakaup 12. júlí 2005 00:01 Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Á síðustu átján mánuðum hafa Íslendingar keypt stærri fyrirtæki erlendis fyrir um 450 milljarða og gera má ráð fyrir því að erlend fyrirtækjakaup nemi mun hærri upphæð ef óskráð fyrirtæki eru talin með. Þetta kemur fram í úttekt Markaðarins á erlendum fyrirtækjakaupum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Helstu ástæður útrásarinnar eru samkvæmt úttektinni mikið framboð af fjármagni á Íslandi undanfarin misseri. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað út fyrir landsteinana til að ávaxta fé sitt. Þá hefur hátt gengi krónunnar lækkað verð erlendra fyrirtækja með sama hætti og það lækkar verð á erlendum neysluvörum. Mikið af útrásinni er enn fremur fjármagnað með lánsfé og hafa bankarnir spilað stórt hlutverk með lánveitingum, ráðgjöf og beinni þátttöku. Undanfarin misseri hafa öll stærstu fyrirtækin í Kauphöll Íslands sótt aukið fé til hluthafa með stórum hlutafjárútboðum til að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum og því vaknar sú spurning hvort þanþol þeirra til skuldsetninga sé komið upp að efri mörkum. "Ég held að þessi bylgja sem nú á sér stað haldi ekki áfram af sama krafti og undanfarið," segir Hannes G. Sigurðsson, forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um útrás íslenskra fyrirtækja. "Þessi fyrirtæki eru þó enn flest það lítil á alþjóðlegan mælikvarða að endimörk vaxtar þeirra eru ekki fyrirsjáanleg." Hannes telur ekki aðeins hagrænar ástæður fyrir útrásinni. "Ég tel að þetta byggist að hluta til á þeim einstaklingum sem hafa verið í fararbroddi í þessum útrásum," segir Hannes, og tekur lyfjaiðnaðinn, tískuverslanir og stoðtækni sem dæmi. "Þeir hafa fundið sér ákveðin tækifæri á afmörkuðum sviðum á erlendum mörkuðum sem eiga sér engar sérstakar rætur í íslensku efnahagslífi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira