Stefán Jón gegn Steinunni? 13. júlí 2005 00:01 Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira