Fjárfestar draga sig í hlé 13. júlí 2005 00:01 Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið. Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira