Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti 13. júlí 2005 00:01 Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira