Var myrtur við komuna frá BNA 13. júlí 2005 00:01 "Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
"Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira