Íbúðarlánasjóður í tilvistarkreppu 14. júlí 2005 00:01 Svo virðist sem Íbúðalánasjóður reyni að finna sér stað á íslenskum lánamarkaði eftir að viðskiptabankarnir og svo sparisjóðirnir hófu síðasta haust að lána almenningi til íbúðakaupa á lægri vöxtum en áður þekktist. Vandi sjóðsins síðan hefur einkum stafað af tvennu; annars vegar má hann ekki lána hærri upphæð en 15,9 milljónir króna, sem nægir þorra íbúðarkaupenda ekki. Hins vegar þarf hann að ávaxta peninga sem streyma inn vegna uppgreiðslna eldri lána. Ef ekki er hægt að endurgreiða lán, sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til að lána íbúðarkaupendum, þarf að lána þá peninga aftur á vöxtum sem eru hærri en vextir sem sjóðurinn þarf sjálfur að greiða vegna lánsins.Lánar 80 milljarða króna Íbúðalánasjóður hefur mætt síðastnefnda atriðinu með því að lána sparisjóðum og bönkum um áttatíu milljarða króna, sem stjórnendur segja að beri ásættanlega vexti. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar gefið í skyn að svo sé ekki og eigið fé sjóðsins að étast upp. Settu starfsmenn SA fram þá skoðun í pistli á vefsíðu samtakanna í síðustu viku að tap Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslna eldri lána geti numið allt að fimmtán milljörðum króna frá síðasta hausti. Það sé ríflega tveimur milljörðum meira en allt eigið fé sjóðsins var í árslok 2004. SA telja að það samræmist tæpast starfsheimildum Íbúðalánasjóðs að "lána fjármálafyrirtækjum yfir áttatíu milljarða með ríkisábyrgð". Nánast sé öruggt að sjóðurinn muni tapa á þeim lánum. "SA ítreka að markaðsvæðing íbúðalána er eðlileg staðreynd sem ber að viðurkenna og að Íbúðalánasjóður á einkum að gegna félagslegu hlutverki. Mikilvægt er að brugðist verði við þeirri alvarlegu stöðu sem Íbúðalánasjóður er kominn í," segir á heimasíðu samtakanna. Árni Páll Árnason sagði í lögfræðiáliti að ef Íbúðalánasjóður myndi afla fjár á fjármálamörkuðum með ríkisábyrgð og endurlána það bönkum eða fyrirtækjum myndi sjóðurinn brjóta ákvæði EES-samningsins. Slíkt myndi fela í sér ólögmætan ríkisstyrk við viðkomandi banka eða fyrirtæki. Á hinn bóginn væri það ljóst að Íbúðalánasjóður yrði að ástunda virka áhættustýringu með sama hætti og önnur fjármálafyrirtæki. Þar ætti ekki að gilda önnur viðmið um sjóðinn en aðrar fjármálastofnanir.Fráleitt að um ríkisábyrgð sé að ræða Árni segir fráleitt að halda því fram að lán Íbúaðlánasjóðs til sparisjóða og banka í gegnum svokallaða lánasamninga feli í sér lán með ríkisábyrgð. Ef Íbúðalánasjóður hefði aflað sér peninganna með skuldabréfaútboði og lánað sparisjóðunum væri um lán með ríkisábyrgð að ræða. Ef Íbúðalánasjóður lánar öðrum fjármálastofnunum hins vegar peninga vegna uppgreiðslna íbúðaeigenda á eldri lánum er ekki verið að lána fé með ríkisábyrgð. Árni Páll útskýrir þessa afstöðu sína þannig: Þegar um uppgreiðslur er að ræða hefur lántaki, sem fékk lán sem var fjármagnað með ríkisábyrgð, kosið að greiða lánið upp hraðar en upphaflega var áætlað. Sjóðurinn þarf að ávaxta það fé þar til kemur að gjalddaga þeirra skuldabréfa sem að baki láninu standa. Það er því ótvírætt, að mati Árna, að ávöxtun uppgreiðslufjár í áhættustýringarskyni, eins og lán til bankanna, felur ekki í sér lán með ríkisábyrgð til viðkomandi banka.Stjórnendur fara að lögum Árni segir að samkvæmt lögum hvíli á Íbúðalánasjóði skýr lagaskylda til að varðveita og ávaxta það fé sem hann hefur umsjón með og halda jafnvægi milli inn- og útgreiðslna sjóðsins. Æskilegt sé að nýta uppgreiðslu íbúðalána til að endurgreiða lán sem Íbúðalánasjóður hafi tekið og til nýrra útlána, ef kostur sé. Hins vegar ef uppgreiðslur séu meiri en svo að sjóðurinn geti ráðstafað þeim í þessa veru þá hljóti sjóðurinn í samræmi við lagaskyldur sínar að þurfa að leita eins góðrar ávöxtunar og kostur er fyrir það fé og forðast misvægi milli líftíma eigna og skulda. Að öðrum kosti séu stjórnendur sjóðsins ekki að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvíli. Lögfræðiálit Árna kemur í kjölfarið á því að Samtök atvinnulífsins settu fram gagnrýni á sjóðinn. Haldið var fram í fréttabréfi samtakanna að áætla mætti að Íbúðalánasjóður hefði tapað fimmtán milljörðum króna vegna uppgreiðslna eldri lána. Í stuttu máli má segja að Samtök atvinnulífsins hafi sett fram þá skoðun að Íbúðalánasjóður geti tæpast lánað peninga með ásættanlegum vöxtum fyrir sjóðinn miðað við hvað hann þarf að borga til að fá sömu peninga lánaða. Lítill hluti greinarinnar var um hvort Íbúðalánasjóði væri heimilt að lána áttatíu milljarða til sparisjóða. Var sagt að það samræmdist tæpast starfsheimildum sjóðsins, að lána háar fjárhæðir með ríkisábyrgð.Forsendur SA rangar Í svari Íbúðalánasjóðs segir að Samtök atvinnulífsins noti rangar forsendur við þessa útreikninga. Starfsmenn samtakanna hafi ekki kynnt sér göng um sjóðinn til hlýtar. Sem dæmi noti SA rangar vaxtaforsendur bæði hvað varðar meðalútlánavexti Íbúðalánasjóðs en einnig hvað varði þá vexti sem sjóðurinn fái þegar hann endurfjárfestir fyrir peningana sem koma inn vegna uppgreiðslna lána. Þá segir einnig að Samtök atvinnulífsins taki ekki tillit til þess að hægt sé að mæta hluta uppgreiðslna með því að greiða upp óhagstæðar skuldir. Í svari SA segir að viðbrögð starfsmanna Íbúðalánasjóðs við málefnalegri umræðu SA um stöðu sjóðsins hafi einkennst af skætingi. Niðurstöður SA byggi á varfærnum forsendum sem skýrt komi fram í greinargerðinni og það hafi engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á þær. Sú útvíkkun á starfsemi Íbúðalánasjóðs og stóraukin notkun ríkisábyrgðar sem hún feli í sér geti vart verið í samræmi við stefnu stjórnvalda um þátttöku ríkisins í atvinnulífinu og ábyrga stjórn ríkisfjármála. Samtökin segjast fagna þess vegna fréttum um að staða sjóðsins sé til skoðunar hjá ráðuneytum fjármála og félagsmála, fjármálaeftirlitinu og fleiri aðilum.Björgvin Guðmundsson -bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem Íbúðalánasjóður reyni að finna sér stað á íslenskum lánamarkaði eftir að viðskiptabankarnir og svo sparisjóðirnir hófu síðasta haust að lána almenningi til íbúðakaupa á lægri vöxtum en áður þekktist. Vandi sjóðsins síðan hefur einkum stafað af tvennu; annars vegar má hann ekki lána hærri upphæð en 15,9 milljónir króna, sem nægir þorra íbúðarkaupenda ekki. Hins vegar þarf hann að ávaxta peninga sem streyma inn vegna uppgreiðslna eldri lána. Ef ekki er hægt að endurgreiða lán, sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til að lána íbúðarkaupendum, þarf að lána þá peninga aftur á vöxtum sem eru hærri en vextir sem sjóðurinn þarf sjálfur að greiða vegna lánsins.Lánar 80 milljarða króna Íbúðalánasjóður hefur mætt síðastnefnda atriðinu með því að lána sparisjóðum og bönkum um áttatíu milljarða króna, sem stjórnendur segja að beri ásættanlega vexti. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar gefið í skyn að svo sé ekki og eigið fé sjóðsins að étast upp. Settu starfsmenn SA fram þá skoðun í pistli á vefsíðu samtakanna í síðustu viku að tap Íbúðalánasjóðs vegna uppgreiðslna eldri lána geti numið allt að fimmtán milljörðum króna frá síðasta hausti. Það sé ríflega tveimur milljörðum meira en allt eigið fé sjóðsins var í árslok 2004. SA telja að það samræmist tæpast starfsheimildum Íbúðalánasjóðs að "lána fjármálafyrirtækjum yfir áttatíu milljarða með ríkisábyrgð". Nánast sé öruggt að sjóðurinn muni tapa á þeim lánum. "SA ítreka að markaðsvæðing íbúðalána er eðlileg staðreynd sem ber að viðurkenna og að Íbúðalánasjóður á einkum að gegna félagslegu hlutverki. Mikilvægt er að brugðist verði við þeirri alvarlegu stöðu sem Íbúðalánasjóður er kominn í," segir á heimasíðu samtakanna. Árni Páll Árnason sagði í lögfræðiáliti að ef Íbúðalánasjóður myndi afla fjár á fjármálamörkuðum með ríkisábyrgð og endurlána það bönkum eða fyrirtækjum myndi sjóðurinn brjóta ákvæði EES-samningsins. Slíkt myndi fela í sér ólögmætan ríkisstyrk við viðkomandi banka eða fyrirtæki. Á hinn bóginn væri það ljóst að Íbúðalánasjóður yrði að ástunda virka áhættustýringu með sama hætti og önnur fjármálafyrirtæki. Þar ætti ekki að gilda önnur viðmið um sjóðinn en aðrar fjármálastofnanir.Fráleitt að um ríkisábyrgð sé að ræða Árni segir fráleitt að halda því fram að lán Íbúaðlánasjóðs til sparisjóða og banka í gegnum svokallaða lánasamninga feli í sér lán með ríkisábyrgð. Ef Íbúðalánasjóður hefði aflað sér peninganna með skuldabréfaútboði og lánað sparisjóðunum væri um lán með ríkisábyrgð að ræða. Ef Íbúðalánasjóður lánar öðrum fjármálastofnunum hins vegar peninga vegna uppgreiðslna íbúðaeigenda á eldri lánum er ekki verið að lána fé með ríkisábyrgð. Árni Páll útskýrir þessa afstöðu sína þannig: Þegar um uppgreiðslur er að ræða hefur lántaki, sem fékk lán sem var fjármagnað með ríkisábyrgð, kosið að greiða lánið upp hraðar en upphaflega var áætlað. Sjóðurinn þarf að ávaxta það fé þar til kemur að gjalddaga þeirra skuldabréfa sem að baki láninu standa. Það er því ótvírætt, að mati Árna, að ávöxtun uppgreiðslufjár í áhættustýringarskyni, eins og lán til bankanna, felur ekki í sér lán með ríkisábyrgð til viðkomandi banka.Stjórnendur fara að lögum Árni segir að samkvæmt lögum hvíli á Íbúðalánasjóði skýr lagaskylda til að varðveita og ávaxta það fé sem hann hefur umsjón með og halda jafnvægi milli inn- og útgreiðslna sjóðsins. Æskilegt sé að nýta uppgreiðslu íbúðalána til að endurgreiða lán sem Íbúðalánasjóður hafi tekið og til nýrra útlána, ef kostur sé. Hins vegar ef uppgreiðslur séu meiri en svo að sjóðurinn geti ráðstafað þeim í þessa veru þá hljóti sjóðurinn í samræmi við lagaskyldur sínar að þurfa að leita eins góðrar ávöxtunar og kostur er fyrir það fé og forðast misvægi milli líftíma eigna og skulda. Að öðrum kosti séu stjórnendur sjóðsins ekki að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvíli. Lögfræðiálit Árna kemur í kjölfarið á því að Samtök atvinnulífsins settu fram gagnrýni á sjóðinn. Haldið var fram í fréttabréfi samtakanna að áætla mætti að Íbúðalánasjóður hefði tapað fimmtán milljörðum króna vegna uppgreiðslna eldri lána. Í stuttu máli má segja að Samtök atvinnulífsins hafi sett fram þá skoðun að Íbúðalánasjóður geti tæpast lánað peninga með ásættanlegum vöxtum fyrir sjóðinn miðað við hvað hann þarf að borga til að fá sömu peninga lánaða. Lítill hluti greinarinnar var um hvort Íbúðalánasjóði væri heimilt að lána áttatíu milljarða til sparisjóða. Var sagt að það samræmdist tæpast starfsheimildum sjóðsins, að lána háar fjárhæðir með ríkisábyrgð.Forsendur SA rangar Í svari Íbúðalánasjóðs segir að Samtök atvinnulífsins noti rangar forsendur við þessa útreikninga. Starfsmenn samtakanna hafi ekki kynnt sér göng um sjóðinn til hlýtar. Sem dæmi noti SA rangar vaxtaforsendur bæði hvað varðar meðalútlánavexti Íbúðalánasjóðs en einnig hvað varði þá vexti sem sjóðurinn fái þegar hann endurfjárfestir fyrir peningana sem koma inn vegna uppgreiðslna lána. Þá segir einnig að Samtök atvinnulífsins taki ekki tillit til þess að hægt sé að mæta hluta uppgreiðslna með því að greiða upp óhagstæðar skuldir. Í svari SA segir að viðbrögð starfsmanna Íbúðalánasjóðs við málefnalegri umræðu SA um stöðu sjóðsins hafi einkennst af skætingi. Niðurstöður SA byggi á varfærnum forsendum sem skýrt komi fram í greinargerðinni og það hafi engin efnisleg gagnrýni hefur komið fram á þær. Sú útvíkkun á starfsemi Íbúðalánasjóðs og stóraukin notkun ríkisábyrgðar sem hún feli í sér geti vart verið í samræmi við stefnu stjórnvalda um þátttöku ríkisins í atvinnulífinu og ábyrga stjórn ríkisfjármála. Samtökin segjast fagna þess vegna fréttum um að staða sjóðsins sé til skoðunar hjá ráðuneytum fjármála og félagsmála, fjármálaeftirlitinu og fleiri aðilum.Björgvin Guðmundsson -bjorgvin@frettabladid.is
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar