Nálægt því að vera lögbrot 16. júlí 2005 00:01 "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
"Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira