Tekinn á 208 km hraða 26. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. Hámarkshraði þar sem ökumaðurinn á Reykjanessbrautinni var stöðvaður er níutíu kílómetrar. Hann var því hundrað og átján kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða og tæplega þrjátíu kílómetrum yfir tvöföldum hámarkshraða. Þessi hraði sprengir alla sektarskala og fer mál ökumannsins því væntanlega til ákæruvaldsins vegna þunga brotsins. Það voru fleiri á hraðferð því íbúar Þorlákshafnar vöknuðu upp við þann vonda draum klukkan sex í morgun að bíl var ekið um bæinn af miklum glannaskap og meðal annars utan í brunahana. Hann brotnaði svo vatnsstrókur stóð upp í loftið eins og í amerískum bíómyndum. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart og rétt fyrir utan bæinn mættu þeir bílnum á miklum hraða. Lögreglan sneri þegar við og veitti bílnum eftirför eftir ströndinni og yfir Óseyrarbrú á mikilli ferð en á móts við Eyrarbakka nam bíllinn staðar þar sem sprakk á einu dekkinu. Kom þá í ljós að um borð voru þrír sextán ára strákar, allir auðvitað próflausir, sem höfðu stolið bílnum af verkstæði í Kópavogi og brugðið undir sig betri fætinum. Það er að frétta úr Þorlákshöfn að nokkur gígur myndaðist við brunahanann vegna vatnsaga og þurfti að taka vatn af bænum í tíu mínútur til að loka fyrir rennsli að hananum. Þeir eru nú í vörslu Selfosslögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. Hámarkshraði þar sem ökumaðurinn á Reykjanessbrautinni var stöðvaður er níutíu kílómetrar. Hann var því hundrað og átján kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða og tæplega þrjátíu kílómetrum yfir tvöföldum hámarkshraða. Þessi hraði sprengir alla sektarskala og fer mál ökumannsins því væntanlega til ákæruvaldsins vegna þunga brotsins. Það voru fleiri á hraðferð því íbúar Þorlákshafnar vöknuðu upp við þann vonda draum klukkan sex í morgun að bíl var ekið um bæinn af miklum glannaskap og meðal annars utan í brunahana. Hann brotnaði svo vatnsstrókur stóð upp í loftið eins og í amerískum bíómyndum. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart og rétt fyrir utan bæinn mættu þeir bílnum á miklum hraða. Lögreglan sneri þegar við og veitti bílnum eftirför eftir ströndinni og yfir Óseyrarbrú á mikilli ferð en á móts við Eyrarbakka nam bíllinn staðar þar sem sprakk á einu dekkinu. Kom þá í ljós að um borð voru þrír sextán ára strákar, allir auðvitað próflausir, sem höfðu stolið bílnum af verkstæði í Kópavogi og brugðið undir sig betri fætinum. Það er að frétta úr Þorlákshöfn að nokkur gígur myndaðist við brunahanann vegna vatnsaga og þurfti að taka vatn af bænum í tíu mínútur til að loka fyrir rennsli að hananum. Þeir eru nú í vörslu Selfosslögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira