Fúskarar að verki í London 1. ágúst 2005 00:01 Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira