Skipta Burðarási á milli sín 1. ágúst 2005 00:01 Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira