Aðeins 3 konur á meðal 100 efstu 3. ágúst 2005 00:01 Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Laun forstjóranna eru allt frá tuttugu milljónum króna á mánuði og niður úr. Konur virðast ekki eiga upp á pallborðið miðað við lista yfir forstjórana í tímaritinu Frjálsri verslun. Ofurlaunin fara hækkandi ár frá ári og munurinn milli hæstu og lægstu launa breikkar að sama skapi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir óásættanlegt að launamunurinn sé tífaldur og allt upp í sextíufaldur hjá sama fyrirtæki. Hún segir líka umhugsunarefni hvað arðsemiskrafa slíkra fyrirtækja sé há. Afleiðingarnar birtist í því að sífellt stærri hópi fólks sé ýtt út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku þar sem fyrirtækin segist ekki hafa efni á að halda því inni. Sigríður segist því hafa áhyggjur af vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Samhliða því að fyrirtækin telji sig geta greitt ofurlaun séu þau að ýta fólki út af vinnumarkaði og þráast við að semja um betri launakjör fyrir almenna starfsmenn. Sigríður segir að í hópi forstjóranna séu alltaf sömu tvær til þrjár konurnar í hópi þeirra eitt hundrað efstu. Og þær séu langt frá því að vera hæstar. Konur séu lægra metnar til launa og það sé ekkert að breytast. Hjá fjármálafyrirtækjunum séu konur ofar á blaði en þó aldrei í hópi þeirra efstu. Það megi segja að konur taki ekki þátt í því að hluti þjóðarinnar sé að verða miklu ríkari, nema sem eiginkonur eða dætur manna sem eru sterkir í viðskiptalífinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Í hópi eitt hundrað forstjóra íslenskra fyrirtækja, sem hafa yfir eina milljón króna í laun á mánuði, eru aðeins þrjár konur. Konur eru lægra metnar til launa og það hefur ekkert breyst, segir hagfræðingur ASÍ. Laun forstjóranna eru allt frá tuttugu milljónum króna á mánuði og niður úr. Konur virðast ekki eiga upp á pallborðið miðað við lista yfir forstjórana í tímaritinu Frjálsri verslun. Ofurlaunin fara hækkandi ár frá ári og munurinn milli hæstu og lægstu launa breikkar að sama skapi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir óásættanlegt að launamunurinn sé tífaldur og allt upp í sextíufaldur hjá sama fyrirtæki. Hún segir líka umhugsunarefni hvað arðsemiskrafa slíkra fyrirtækja sé há. Afleiðingarnar birtist í því að sífellt stærri hópi fólks sé ýtt út af vinnumarkaði vegna skertrar starfsorku þar sem fyrirtækin segist ekki hafa efni á að halda því inni. Sigríður segist því hafa áhyggjur af vaxandi misskiptingu í samfélaginu. Samhliða því að fyrirtækin telji sig geta greitt ofurlaun séu þau að ýta fólki út af vinnumarkaði og þráast við að semja um betri launakjör fyrir almenna starfsmenn. Sigríður segir að í hópi forstjóranna séu alltaf sömu tvær til þrjár konurnar í hópi þeirra eitt hundrað efstu. Og þær séu langt frá því að vera hæstar. Konur séu lægra metnar til launa og það sé ekkert að breytast. Hjá fjármálafyrirtækjunum séu konur ofar á blaði en þó aldrei í hópi þeirra efstu. Það megi segja að konur taki ekki þátt í því að hluti þjóðarinnar sé að verða miklu ríkari, nema sem eiginkonur eða dætur manna sem eru sterkir í viðskiptalífinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira