Geta aukið útlán um billjón 3. ágúst 2005 00:01 Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Eftir skiptingu Burðaráss milli Landsbankans og Straums eykst svigrúm Landsbankans til útlána allverulega. Góð uppgjör KB banka og Íslandsbanka skapa einnig hagstæð skilyrði fyrir útlánaaukningu. Viðmælendur Fréttablaðsins telja að bankarnir þrír hafi á skömmum tíma skapað möguleika fyrir aukin útlán fyrir allt að þúsund milljarða króna eða eina billjón. Við sameiningu Landsbankans og Straums jókst eigið fé bankans um 37 milljarða og verður 96 milljarðar eftir og ef bankinn selur eigin bréf. Þó hefur bankinn einnig tekið við eignarhlut í öðrum fyrirtækjum sem kunna að hafa áhrif á aukna útlánagetu svo sem eignarhlut í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie og öðrum fyrirtækjum. Ýmsir þættir ráða því hversu mikið útlánageta bankanna getur aukist svo sem áhættusækni útlánanna og samsetning eignaaukningarinnar sem til verður. "Svigrúm bankanna til eignaaukningar eykst vissulega en ég býst ekki við útlánasprenginu hérlendis umfram það sem þegar er orðið," segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Hann segir þó ástæðulaust að ætla að bankarnir slaki á kröfum sínum um gæði útlána þrátt fyrir þær breytingar sem nú hafa orðið "Þeir hafa getuna en spurningin er til hvers vilji þeirra stendur. Starfsemi íslensku bankanna er orðin mjög fjölþætt og þar af leiðandi hafa þeir marga möguleika hérlendis og erlendis. Þær breytingar sem nú hafa orðið eru mjög ánægjuleg styrking á fjármálakerfinu. Ég mæli með því að bankarnir haldi áfram sterkri eiginfjárstöðu og tek undir það sem fram hefur komið hjá Björgólfi Guðmundssyni um nauðsyn þess að bankarnir séu sem traustastir á komandi árum," segir Tryggvi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira