I-Holding yfirtekur ILLUM vöruhúsið í Kaupmannahöfn 4. ágúst 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira