Sport

Kólombíumenn voru líka sviknir

Það var ekki aðeins íslenska knattspyrnusambandsið sem var svikið í landsleikjamálum nýlega. Í ljós hefur komið að ástæðan fyrir því að Kólombíumenn geta komið og leikið á Íslandi með svo skömmum fyrirvara er sú að þeir urðu fyrir sömu reynslu með Ástrala. Á sama tíma og Venesúela gekk að baki loforði um að leika á Laugardalsvelli 17. ágúst hættu Ástralar skyndilega við fyrirhugaðan landsleik við Kólombíu. KSÍ.is greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag en þar segir að Kólombíumenn hafi átt að mæta Áströlum í vináttulandsleik á Craven Cottage í Lúndúnum, heimavelli Fulham, þennan dag. Knattspyrnusamband Ástralíu ákvað hins vegar skyndilega að hætta við leikinn og setja upp æfingabúðir fyrir landslið sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×