Skorinn með glerflösku 6. ágúst 2005 00:01 Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Hermaðurinn fór svo sjálfur ásamt félögum sínum með leigubíl á hersjúkrahúsið á herstöðinni þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Fjórir Íslendingar og einn erlendur ríkisborgari voru í kjölfarið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þeir voru svo yfirheyrðir í gær af rannsóknalögreglunni í Keflavík og höfðu tveir verið látnir lausir í gær þegar blaðið fór í prentun. Til slagsmála hafði komið milli tveggja hópa, annars vegar sex varnarliðsmanna og hins vegar þeirra fimm sem handteknir voru. Lögregla telur líklegt að hermanninum hafi verið veittir áverkarnir með brotinni glerflösku. Talsvert blæddi úr honum á götuna og var Hafnargötunni því lokað um tíma í gærnótt á meðan lögregla kannaði vettvang. Margt fólk var á ferli í miðbæ Keflavíkur þegar atvikið átti sér stað. Skurðirnir sem maðurinn hlaut voru nokkrir, misalvarlegir og djúpir. Í nóvember í fyrra lést danskur hermaður í kjölfar hnefahöggs sem honum var veitt í deilum sem upp komu á skemmtistaðnum. Þá er tæpt ár síðan kærð var líkamsárás sem framin var á staðnum en þá braut ungur Keflvíkingur glas í andliti manns með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlegan skurð á gagnauga. Þá eru enn ótalin nokkur önnur líkamsárásarmál sem upp hafa komið vegna ryskinga inni á staðnum á því rétt rúma ári sem hann hefur verið starfræktur í núverandi mynd. Lögregla leitar enn fólks sem getur gefið upplýsingar um atburði næturinnar og bendir þeim öllum á sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420 2400. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Hermaðurinn fór svo sjálfur ásamt félögum sínum með leigubíl á hersjúkrahúsið á herstöðinni þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Fjórir Íslendingar og einn erlendur ríkisborgari voru í kjölfarið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þeir voru svo yfirheyrðir í gær af rannsóknalögreglunni í Keflavík og höfðu tveir verið látnir lausir í gær þegar blaðið fór í prentun. Til slagsmála hafði komið milli tveggja hópa, annars vegar sex varnarliðsmanna og hins vegar þeirra fimm sem handteknir voru. Lögregla telur líklegt að hermanninum hafi verið veittir áverkarnir með brotinni glerflösku. Talsvert blæddi úr honum á götuna og var Hafnargötunni því lokað um tíma í gærnótt á meðan lögregla kannaði vettvang. Margt fólk var á ferli í miðbæ Keflavíkur þegar atvikið átti sér stað. Skurðirnir sem maðurinn hlaut voru nokkrir, misalvarlegir og djúpir. Í nóvember í fyrra lést danskur hermaður í kjölfar hnefahöggs sem honum var veitt í deilum sem upp komu á skemmtistaðnum. Þá er tæpt ár síðan kærð var líkamsárás sem framin var á staðnum en þá braut ungur Keflvíkingur glas í andliti manns með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlegan skurð á gagnauga. Þá eru enn ótalin nokkur önnur líkamsárásarmál sem upp hafa komið vegna ryskinga inni á staðnum á því rétt rúma ári sem hann hefur verið starfræktur í núverandi mynd. Lögregla leitar enn fólks sem getur gefið upplýsingar um atburði næturinnar og bendir þeim öllum á sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420 2400.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira