Ráðinn bani með eggvopni 15. ágúst 2005 00:01 Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira