Eðlileg skýring á ákæruatriðum 17. ágúst 2005 00:01 Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun. Á fundinum var kynnt skýrsla enska lögfræðifyrirtækisins Capcon Argen Limited sem Baugur fékk til að rannsaka ákæruatriðin fjörtíu á hendur Jóhannesi Jóhannessyni, börnum hans Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, Stefáni Hilmari Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur, endurskoðendum. Síðustu fimm vikur hefur fyrirtækinu verið veittur fullur aðgangur að sakborningum, málsskjölum, verjendum sem og samstarfsmönnum félagsins. Ákæruatriði voru skýrð hvert fyrir sig. Alls er ákært vegna tæplegra þriggja milljarða króna fyrir ýmist fjárdrátt, umboðssvik vegna ólögmætra lánveitinga að upphæð 1,3 milljörðum króna og fyrir rangfærslur í bókhaldi sem hljóða upp á tæpa 1,4 milljarða króna. Flestar ákæranna eru vegna mála sem áttu sér stað þegar Baugur var almeningshlutafélag en þrátt fyrir það að Jón Ásgeir og fjölskylda hans hafi átt meirihluta félagsins, var ekki leyfilegt að fara með eignir félagsins sem þeirra eigin, en það var gert samkvæmt ákærunum. Deidre Lo, framkvæmdastjóri lögmannsskrifstofunnar sem rannsakaði ákærurnar, að þeirra eigin ósk, segir vel hægt að útskýra allar ákærurnar með eðlilegum skýringum. Meðal annars segir hún eðlilegt að forstjóri noti greiðslukort fyrirtækisins til persónulegra nota á ferðalögum sínum, þó enginn samningur sé til sem segi það. Enginn í stjórninni hafi sett út á það. Hún tekur þó skýrt fram að alltaf hafi hann borgað til baka það sem hann hafi fengið lánað. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun. Á fundinum var kynnt skýrsla enska lögfræðifyrirtækisins Capcon Argen Limited sem Baugur fékk til að rannsaka ákæruatriðin fjörtíu á hendur Jóhannesi Jóhannessyni, börnum hans Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, Stefáni Hilmari Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur, endurskoðendum. Síðustu fimm vikur hefur fyrirtækinu verið veittur fullur aðgangur að sakborningum, málsskjölum, verjendum sem og samstarfsmönnum félagsins. Ákæruatriði voru skýrð hvert fyrir sig. Alls er ákært vegna tæplegra þriggja milljarða króna fyrir ýmist fjárdrátt, umboðssvik vegna ólögmætra lánveitinga að upphæð 1,3 milljörðum króna og fyrir rangfærslur í bókhaldi sem hljóða upp á tæpa 1,4 milljarða króna. Flestar ákæranna eru vegna mála sem áttu sér stað þegar Baugur var almeningshlutafélag en þrátt fyrir það að Jón Ásgeir og fjölskylda hans hafi átt meirihluta félagsins, var ekki leyfilegt að fara með eignir félagsins sem þeirra eigin, en það var gert samkvæmt ákærunum. Deidre Lo, framkvæmdastjóri lögmannsskrifstofunnar sem rannsakaði ákærurnar, að þeirra eigin ósk, segir vel hægt að útskýra allar ákærurnar með eðlilegum skýringum. Meðal annars segir hún eðlilegt að forstjóri noti greiðslukort fyrirtækisins til persónulegra nota á ferðalögum sínum, þó enginn samningur sé til sem segi það. Enginn í stjórninni hafi sett út á það. Hún tekur þó skýrt fram að alltaf hafi hann borgað til baka það sem hann hafi fengið lánað.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira