Eiður, Grétar og Kári bestir 17. ágúst 2005 00:01 Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Sjá meira
Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Sjá meira