Eiður, Grétar og Kári bestir 17. ágúst 2005 00:01 Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira