Segir símtal ekki tengjast morði 24. ágúst 2005 00:01 Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Í frétt DV í gær var greint frá því að maður hefði orðið vitni að átökum Sigurðar Freys Kristmundssonar, sem banaði manni að Hversgötu 58 á laugardagsmorgun. Kveðst vitni hafa tilkynnt lögreglunni um átökin um 45 mínútum fyrir atburðinn en lögreglan ekki brugðist við tilkynningunni. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtalið ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt og segist hann harma frásögn DV í þessu máli og að blaðamaður hafi ekki leitað eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Hann segir enn fremur að það sé afskaplega alvarlegt þegar það sé sagt í fjölmiðlum að lögregla sinni ekki alvarlegu útkalli. Lögregla líti það alvarlegum augum þegar menn skelli því fram til alþjóðar og láti líta þannig út að lögregla sinni ekki vinnunni sinni. Hinn látni var tvítugur að aldri og lést hann af völdum hnífstugu í hjartað. Sigurður Freyr, sem er 23 ára gamall, var handtekinn af lögreglu á laugardagsmorgunn grunaður um verknaðinn. Sigurður var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald og játaði í gærkvöld. Fréttamaður fékk í dag að hlýða á upptöku af símtali umrædds heimildarmanns DV við fjarskiptamiðstöð lögreglu og kemur þar fram að hann hafi verið að tilkynna um ölvað fólk sem steig upp í bifreið og ók á brott. Þar kom ekki fram að hann hafi orðið vitni að átökum fólks sem Geir Jón segir hafa farið fram innandyra en ekki utan. Lögreglan brást við þessari tilkynningu og tengdist atburðurinn á engan hátt atburði sem síðar varð að Hverfisgötu 58. DV vísar á bug ásökunum Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, um slæleg vinnubrögð og heldur fram að vegna bilunar í fjarskipamistöð Ríkislögreglustjóra hafi símtal vitnis ekki verið bókað og það hafi varalögreglustjóri staðfest við blaðamann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira