Segir framkvæmdaávinning mikinn 24. ágúst 2005 00:01 Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar tvö segir KB banki þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. KB banki segir efnahagsleg áhrif áliðnaðar vera ofmetin. Jóhannes G. Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, er ósammála. Hann segir að miðað hóflegar forsendur um álver og gengi íslensku krónunnar gætu heildartekjur í áliðnaði verið orðnar rétt um 100 milljarðar á þeim tíma, sem væri um 8 prósent af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar segir Jóhannes að sjávarútvegurinn verði á þeim tíma kominn niður í 10 prósent af vergri landsframleiðslu. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir að eftir að álverin séu tekin til starfa noti þau fremur lítið af innlendum framleiðsluþáttum. Hann segir að vissulega skapi álverin störf en miðað við að í álverinu í Reyðarfirði sé gert ráð fyrir á milli 400 til 500 störfum sé það lítið á 150 þúsund manna vinnumarkaði. Ásgeir segir áhrifin fyrst og fremst góða viðbót við austfirskt efnahagslíf en áhrifin á efnahagskerfið í heild sinni ekki svo mikil þegar framkvæmdum lýkur. Jóhannes segir hins vegar mun fleiri störf myndast en KB banki haldi fram. Honum sýnist að þegar þessari uppbyggingu sé lokið sé ekki ólíklegt að störf í áliðnaði og störf sem tengjast orkuframleiðslunni gætu orðið á bilinu 1500-2000. Þá segir hann laun í þessum geira um 50 prósentum hærri en almenn verkamannalaun á Íslandi sem vissulega hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra var stödd erlendis þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband. Hún sagði niðurstöður KB banka koma henni á óvart en vildi fá lengri tíma til að kynna sér málið áður en hún tjáði sig frekar um það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar tvö segir KB banki þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. KB banki segir efnahagsleg áhrif áliðnaðar vera ofmetin. Jóhannes G. Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, er ósammála. Hann segir að miðað hóflegar forsendur um álver og gengi íslensku krónunnar gætu heildartekjur í áliðnaði verið orðnar rétt um 100 milljarðar á þeim tíma, sem væri um 8 prósent af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar segir Jóhannes að sjávarútvegurinn verði á þeim tíma kominn niður í 10 prósent af vergri landsframleiðslu. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir að eftir að álverin séu tekin til starfa noti þau fremur lítið af innlendum framleiðsluþáttum. Hann segir að vissulega skapi álverin störf en miðað við að í álverinu í Reyðarfirði sé gert ráð fyrir á milli 400 til 500 störfum sé það lítið á 150 þúsund manna vinnumarkaði. Ásgeir segir áhrifin fyrst og fremst góða viðbót við austfirskt efnahagslíf en áhrifin á efnahagskerfið í heild sinni ekki svo mikil þegar framkvæmdum lýkur. Jóhannes segir hins vegar mun fleiri störf myndast en KB banki haldi fram. Honum sýnist að þegar þessari uppbyggingu sé lokið sé ekki ólíklegt að störf í áliðnaði og störf sem tengjast orkuframleiðslunni gætu orðið á bilinu 1500-2000. Þá segir hann laun í þessum geira um 50 prósentum hærri en almenn verkamannalaun á Íslandi sem vissulega hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra var stödd erlendis þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband. Hún sagði niðurstöður KB banka koma henni á óvart en vildi fá lengri tíma til að kynna sér málið áður en hún tjáði sig frekar um það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira