Eftirsóknarverð einkavæðing? 25. ágúst 2005 00:01 Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar