Lítið gert við athugasemdum 25. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Persónuvernd kannar einungis mál ef ábendingar berast til hennar um að notkun myndavéla geti verið ólögmæt og hefur ekki heimild til að beita þá sem gerast brotlegir viðurlögum. Þá hefur lögreglan lítið aðhafst í slíkum málum hingað til. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir lögregluna ekki hafa eftirlitsskyldu hvað þetta varði en ef hún fái kæru um að notuð sé myndavél án heimildar sinni hún því. Hún hafi fengið kæru um að notuð væri myndavél í svefnherbergi en það mál hafi ekki haft þau eftirmál að það kallaði á frekari aðgerðir lögreglu. Hann kannist því ekki við að hægt sé að beina þess konar málum til lögreglunnar. Spurður hvort enginn hafi eftirlit með notkun öryggismyndavéla eða fylgist með sölu á þeim og innflutningi segir Geir Jón að það sé alla vega ekki í verkahring lögreglunnar. Persónuvernd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, hefði brotið alvarlega af sér með því að koma upp falinni eftirlitsmyndavél í búningsklefa til að upplýsa þjófnaðarmál, sem hann og gerði. Aðspurður um þau orð Björns að lögregla hafi ekkert aðhafast í málinu og að menn innan lögreglunnar hafi ráðlagt honum að koma fyrir vél í búningsklefanum segist Geir Jón ekki þekkja til þess en rétt sé hjá Birni að það hefði verið erfitt fyrir lögreglu að upplýsa málið inni á þessum stað. Persónuvernd hefur ekki heimilid til að aðhafast frekar í málinu, ólíklegt er að þjófurinn sem festur var á filmu muni kæra og því mun lögreglan ekki aðhafast frekar. Það hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hver sem er geti komið upp földum myndavélum á opinberum stöðum líkt og eigandi World Class gerði og þrátt fyrir að upp komist og Persónuvernd geri við það athugasemdir þá verði engin eftirmál. Aðspurður hvort lögregla hafi aðgætt hvort vél hafi verið fjarlægð segir Geir Jón að lögregla hafi ekki gert það.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira