Reynt að smygla brennisteinssýru 27. ágúst 2005 00:01 "Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
"Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira