Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot 29. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira