Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn 30. ágúst 2005 00:01 "Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
"Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira