Bílar og stórir hlutir lækka lítið 30. ágúst 2005 00:01 Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira