Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum 30. ágúst 2005 00:01 Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Mikill hvellur varð þegar skotið var á bílsprengju á Keflavíkurflugvelli í dag. Engin hætta var þó á ferðum enda þar samankomnar margar frægustu sprengjueyðingarsveitir í Evrópu. Íslenska landhelsigæslan stýrir fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita sem fram fer hér á landi þessa dagana. Erlendu sveitirnar koma frá herjum Danmerku, Noregs, Svíþjóðar og Bretands og er þetta í fjórða skipti sem Gæslan gengst fyrir svona æfingu. Sveitirnar hafa þurft að takast á við óteljandi þrautir. Meðal annars hafa verið sviðsettar sjálfsmorðssprengjuárásir og árásir á flugstöðvar, skip og hafnir. Þátttakendur á námskeiðinu vildu sem minnst upplýsa um aðferðir sínar en gestir fengu þó að fylgjast með því þegar sprengju sem hafði verið komið fyrir undir bíl var eytt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að æfingin sé í takt við það sem er að gerast í heiminum. Hann segist mjög stoltur af sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar. Hún hafi víða látið að sér kveða, bæði hér á landi og erlendis. Hér séu nú staddir fulltrúar frá fjórum erlendum ríkjum sem hafi komið til að æfa með sveitinni og litið sé á það sem tækifæri fyrir íslensku sveitina til þess að æfa sig líka en ekki síður sem tækifæri fyrir Íslendinga til að leggja sitt af mörkum gagnvart þessum þjóðum og Atlantshafsbandalaginu í heild. Hann eigi von á því þess konar samvinna muni aukast fremur en minnka. Bretar hafa flestum meiri reynslu af sprengjutilræðum og bresku þátttakendurnir fluttu fyrirlestra auk þess að taka þátt í æfingunni. Þeir voru hrifnir af framtaki Íslendinga. Steve Fallon, einn þeirra, sagði íslensku sveitina hafa sýnt mikla fagmennsku, en í æfingunum hefði verið líkt eins vel og mögulegt var eftir raunverulegum aðstæðum. Alls komu um 100 manns að æfingunni, í ár, en hún gengur undir nafninu Northern Challenge.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira