Sport

Aðgangur bannaður

Mikil spenna ríkir fyrir leik Tyrkja og Dana í undankeppni HM en liðin mætast í Istanbúl á laugardag.  Nú hefur Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana ákveðið að enginn fái að fylgjast með æfingum danska landsliðsins.  Danskir íþróttafréttamenn þurfa að sætta sig við þessa ákörðun Olsens.   Staðan í riðlinum er spennandi en Danir verða að vinna til þess að eiga möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í Þýskalandi á næsta ári.  Úkrænumenn eru öruggir með 1. sætið, hafa 23 stig, Tyrkir eru með 16, Grikkir 15 og Danir aðeins með 12 stig. Leikur Tyrkja og Dana verður sýndur á laugardagskvöldið kl. 20.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×