Sport

Eitt fótboltalið Breta á ÓL 2012

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur farið fram á það að Bretar sendi eitt fótboltalið til keppni á Ólympíuleikunum árið 2012, sem fara fram í Lundúnum. Eins og kunnugt er hafa knattspyrnusamböndin fjögur innan Bretlands fengið að senda hvert sitt lið til þátttöku á stórmótum í knattspyrnu en svo verður ekki á Ólympíuleikunum. Knattspyrnusamböndin fjögur eiga reynda eftir að samþykkja þessa hugmynd en Joseph Blatter, formaður FIFA, segir að Bretum sé frjálst að ákveða hvernig liðið verður samansett. Knattspyrnuliðin á Ólympíuleikunum eru skipuð leikmönnum 23 ára og yngri auk þriggja eldri knattspyrnumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×