Mikill erill eftir Ljósanótt 4. september 2005 00:01 Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni Keflavík í gærkvöld eftir að formlegri dagskrá Ljósanætur lauk í Reykjanesbæ en nokkuð var um unglingadrykkju og ólæti í bænum. Ljósanótt í Reykjaensbæ lauk í gærkvöld klukkan tíu eftir þriggja daga hátíðahöld með flugeldasýningu og skemmtiatriðum um leið og kveikt var á lýsingu Bergsins við Keflavík, en nafn ljósanætur er dregið af þeim árvissa viðburði. Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið þar saman komnir en stór hluti hópsins fór heim að loknum hátíðahöldunum. Ekki voru þó allir unglingar sátti við að halda heim klukkan tíu og þurftu lögregla og útideild að hafa afskipti af um 50 ungmennum sem höfðu áfengi um hönd án þess að hafa til þess aldur. Þau voru flutt í svokallaða Öryggis- og upplýsingamiðstöð þaðan sem hringt var í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja unglingana. Þá komu þrjú fíkniefnamál upp þar sem fimm voru handteknir en málin teljast öll upplýst. Auk þess voru sjö handteknir og færðir í fangageymslur fyrir ölvun og ólæti og voru fimm enn í fangageymslum lögreglunnar klukkan níu í morgun. Þá voru tvö útköll vegna heimilisofbeldis. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að lögð hafi verið rík áhersla á samstarf lögreglu, starfsmanna Reykjanesbæjar og hjálparsveita til að koma í veg fyrir alvarlega árekstra. Þessir aðilar séu sammála um að samstarfið hafi tekist einstaklega vel. Nóttin hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig og þótt í nokkrum tilvikum hafi fáeinir einstaklingar reynt að kasta rýrð á hátðíðahöldin með drykkjulátum og óspektum á aðfararnótt sunnudags hafi tekist að hafa hemil á þeim þannig að einstaklingar og fjölskyldur skemmtu sér vel alla helgina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira