Slökktu tvo elda í morgun 4. september 2005 00:01 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira