Sport

Owen þarf að sanna sig

Framherjinn Michael Owen segist eiga skilið að vera í enska landsliðshópnum gegn Norður-Írum annað kvöld, en bendir á að hann muni þurfa að sanna að hann eigi þar heima eftir fjarveruna vegna leikbanns. "Ég hef trú á sjálfum mér og að ég eigi heima í þessu liði eftir frammistöðu mína í síðustu leikjum," sagði Owen, sem hefur skorað 32 mörk í 71 landsleik á ferlinum. "Það lék enginn sérstaklega vel á móti dönum, en í leiknum þar á undan skoraði ég þrennu gegn Kólumbíu, þannig að ég sé ekkert athugavert við frammistöðu mína með enska liðinu. Það kæmi mér ekkert á óvart þó ég yrði í byrjunarliðinu gegn Norður-Írum, en ég veit að þjálfarinn velur þá ellefu leikmenn sem hann treystir best í verkefnið og ég mun ekki velta mér upp úr því hvort ég verð valinn eða ekki," sagði markaskorarinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×