Sport

Neville vill meiri hörku

Gary Neville, leikmaður Manchester United, þykir nauðsynlegt að félagar hans í liðinu sýni meiri hörku ef þeir ætla sér að veita Chelsea harða samkeppni um meistaratitilinn á Englandi í vor. "Við höfum verið nokkuð sannfærandi það sem af er tímabilinu og við virðumst vera tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna leiki, en við verðum að gæta þess að halda hreinu og að vera harðir í horn að taka í sókninni líka. Það kom fyrir í fyrra að við vorum kannski á heimavelli og hugsuðum með okkur að markið hlyti nú að fara að koma, en svo kom það aldrei og við töpuðum dýrmætum stigum. Ef við ætlum að ógna Chelsea, þýðir ekkert að fara illa með færin og menn verða að vera harðir af okkur ef þetta á að takast," sagði Neville, sem er ekki í landsliðshóp Englendinga fyrir leikinn í vikunni vegna meiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×