Sport

Reid hræðist ekki Zidane

Andy Reid, miðjumaður Tottenham Hotspur og írska landsliðsins, segist hlakka til að mæta Frökkum í landsleik annað kvöld og segist hvergi banginn við að mæta goðsögninni Zinedine Zidane, sem eins og kunnugt er hóf að leika með Frökkum á ný á dögunum. "Ég sá franska liðið spila við Færeyjar um daginn og án þess að tala af vanvirðingu, held ég að þeir séu langt frá því að vera sama lið og þeir voru árið 1998 þegar þeir urðu heimsmeistarar. Zidane er vissulega góður leikmaður, en ef hann hefði ekki verið í liðinu, hefði bara einhver annar frábær leikmaður tekið stöðu hans í liðinu. Þessi leikur verður einhver sá stærsti á ferli mínum og ég get ekki beðið eftir að spila við Frakkana," sagði vængmaðurinn ungi. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið, en Sviss, Frakkland og Írland eru öll með 13 stig í efsta sæti riðils síns í undankeppninni og Ísraelar eru þar aðeins stigi á eftir, en hafa spilað einum leik fleiri en hin liðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×