Sport

Klinsmann á undir högg að sækja

Það er ekki auðvelt starf að vera landsliðsþjálfari Þýskalands og nú hefur "Keisarinn" Franz Beckenbauer gagnrýnt störf landsliðsþjálfarns Jurgen Klinsmann harðlega, eftir að þýska liðið tapaði 2-0 fyrir Slóvökum á dögunum. Mikil bjartsýni ríkti í herbúðum þýska liðsins eftir að það hafnaði í þriðja sæti í Álfukeppninni um daginn, en liðið hefur þótt sýna slaka frammistöðu í síðustu tveimur leikjum og það þykir gagnrýnendum ekki nógu gott. "Það er eins gott að liðið kemst sjálfkrafa á Heimsmeistara-mótið næsta sumar, því vörnin er skelfileg og liðið vantar almennilega markaskorara," sagði í þýska blaðinu Bild í gær. Franz Beckenbauer lá heldur ekki á skoðunum sínum á leik liðsins frekar en hann er vanur. "Það gengur ekki að aðalmarkvörður liðsins sé að spila golf þegar liðið er að spila. Næst verður hann líklega í sundi þegar við þurfum á honum að halda. Vörnin verður að venjast því að spila fyrir framan sama markvörðinn og Jurgen Klinsmann er að fyrra sig ábyrgð á þessu," sagði Keisarinn ákveðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×