Bölvun á íslenska landsliðinu 6. september 2005 00:01 Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur." Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Sjá meira
Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur."
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Sjá meira